Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 16:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir þessari skoðun sinni í nokkrum Facebook-færslum nú um helgina. vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. „Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“ Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
„Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“
Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira