Þungarokkarinn með þungu pílurnar sem sér varla á spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 10:01 Ryan Searle kastar þungu pílunum sínum. getty/John Walton Englendingurinn Ryan Searle er einn skemmtilegasti keppandinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann mætir Stephen Bunting í öðrum leik dagsins. Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira