Þá bárust lögreglu sex tilkynningar um heimilisofbeldi og voru sjö manns vistaðir í fangageymslu fyrir ýmis mál.
Laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti. Er 15 ára stúlka grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Stúlkunni var ekið heim til móður sinnar og tilkynning send til barnaverndar.
Um klukkan hálfsex í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Hlíðahverfi. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á umferðarljós. Ekki urðu slys á fólki.