„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2020 10:32 Bólusetning gegn Covid-19 hófst hér á landi í gær. Vísir/Vilhelm Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Þetta er mat Ingileifar Jónsdóttur, prófessors í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, sem fram kemur í ítarlegri grein á Vísindavefnum þar sem farið er yfir hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn Covid-19 og hvað sé vitað um þau. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið leyfi fyrir notkun á bóluefnum Pfizer og Moderna, í Bretlandi hefur leyfi fengist fyrir bóluefnim Pfizer og AstaZeneca og annars staðar í Evrópu hefur leyfi fengist fyrir bóluefni Pfizer. Bólusetningar hófust hér á landi í gær með bóluefni Pfizer sem er svokallað mRNA-bóluefni. Hvernig virka mRNA-bóluefni? Í grein Ingileifar kemur fram að slík bóluefni, kjarnsýrubóluefni, virki þannig að þau koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna, að því er segir í grein Ingileifar á Vísindavefnum, þar sem einnig er farið yfir gerð og eiginleika annarra bóluefna sem eru í notkun eða þróun. „Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst,“ skrifar Ingileif. Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í prófunum sé mikill. „Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19,“ skrifar Ingileif. Vonast Ingileif jafnframt til þess að aðgangur að bóluefnum gegn Covid-19 á heimsvísu verði sanngjarn, og að öll lönd fái bóluefni sem fyrst fyrir þá sem séu í mestri áhættu við að fara illa út úr Covid-19. „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þetta er mat Ingileifar Jónsdóttur, prófessors í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, sem fram kemur í ítarlegri grein á Vísindavefnum þar sem farið er yfir hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn Covid-19 og hvað sé vitað um þau. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið leyfi fyrir notkun á bóluefnum Pfizer og Moderna, í Bretlandi hefur leyfi fengist fyrir bóluefnim Pfizer og AstaZeneca og annars staðar í Evrópu hefur leyfi fengist fyrir bóluefni Pfizer. Bólusetningar hófust hér á landi í gær með bóluefni Pfizer sem er svokallað mRNA-bóluefni. Hvernig virka mRNA-bóluefni? Í grein Ingileifar kemur fram að slík bóluefni, kjarnsýrubóluefni, virki þannig að þau koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna, að því er segir í grein Ingileifar á Vísindavefnum, þar sem einnig er farið yfir gerð og eiginleika annarra bóluefna sem eru í notkun eða þróun. „Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst,“ skrifar Ingileif. Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í prófunum sé mikill. „Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19,“ skrifar Ingileif. Vonast Ingileif jafnframt til þess að aðgangur að bóluefnum gegn Covid-19 á heimsvísu verði sanngjarn, og að öll lönd fái bóluefni sem fyrst fyrir þá sem séu í mestri áhættu við að fara illa út úr Covid-19. „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30. desember 2020 10:20
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. 29. desember 2020 23:19
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. 29. desember 2020 22:43