Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:22 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að ákjósanlegast sé að skammta sér tíma úti við á gamlárskvöld því svifryksmengun verður gífurleg. Þeir sem eru veikir fyrir ættu að halda sig innandyra og passa að gluggar séu lokaðir. Vísir/Vilhelm Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“ Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“
Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21
Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57