Handtökur, dóp, djamm og nóg af peningum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2020 15:47 Steinar Fjeldsted var einn af stofnendum Quarashi. Steinar Fjeldsted, eða Steini í Quarashi, var ein af aðalsprautunum í rappsveitinni Quarashi sem náði lygilegum hæðum á sínum tíma og fyllti tónleikahallir um allan heim. Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp