Yfirvöld í Essex lýsa yfir neyðarástandi: Óska eftir aðstoð frá hernum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 18:38 Partur af vandamálinu í Essex er að sjúkrabifreiðar hafa verið sendar frá austurhluta Englands til Lundúna vegna ástandsins í höfuðborginni. epa/Andy Rain Neyðarástand er að skapast í Essex vegna Covid-19 faraldursins og hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til breska hersins um aðstoð. Essex er á efsta viðbúnaðarstigi en ástandið er hvergi verra á Englandi heldur en í suðurhluta sýslunnar. BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent