Snarpur jarðskjálfti við Reykjanestá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 10:49 Skjálftinn varð á Reykjanestá. Vísir/vilhelm Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent