Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 12:53 Læknar óttast það versta í Japan. Vísir/Getty Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33