Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 12:07 Landsmenn þurfa að huga vel að því hvernig gengið er frá rusli á tímum smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang. Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist. Blandaður úrgangur þarf að vera í lokuðum pokum (gráa tunnan). Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Snýtubréf eiga heima í lokuðu pokum Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Nota þarf heila poka og hnýta vel fyrir þá. Huga þarf að því að smit berist ekki utan á pokum. Snýtubréf eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanskar og eins eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi. Mikilvægt er að flokka vel og nýta plássið í tunnum heima. Gott er að brjóta saman fernur, pizzakassa og slíkt til að minnka umfang. Í fjölbýli með sorprennum þarf að skipta reglulega um tunnur undir þeim svo rennurnar stíflist ekki. Þeir sem sjá um sorpgeymslur ættu að huga vel að hreinlæti og þvo sér og/eða spritta eftir á. Einnig er gott að nota einnota hanska og henda þeim í blandaðan úrgang að verki loknu. Íbúar þurfa sjálfir að fara með umfram úrgang sem ekki kemst í tunnur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Nokkrar algengar spurningar og svör Verður umframsorp tekið ef það er í pokum og sett við hlið tunnu? Nei, það er því miður ekki hægt út af sóttvörnum. Er óhætt að setja plast og pappír í tunnur undir endurvinnsluúrgang eða verður að nota grenndarstöðvar út af hættu í móttökustöð? Eða hætta að flokka? Engin breyting er á flokkun í Reykjavík, nema að efni sem hugsanlega er sóttmengað, verður að setja í gráa tunnu. Flokkaður úrgangur frá Reykjavíkurborg fer ekki í eftirflokkun og er því ekki hætta á að smit berist á milli. Flokkun er mikilvæg svo úrgangur rúmist í ílátum. Ég bý á Kjalarnesi og flokka lífrænan eldhúsúrgang í tilraunaverkefni. Má setja eldhúsbréf og snýtibréf í lífræna hólfið? Nei, snýtibréf og eins eldhúsbréf skal nú setja í hólf fyrir blandaðan úrgang.
Sorpa Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira