Bára Mjöll Þórðardóttir er nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins. Hún tók við stöðunni af Hugrúnu Halldórsdóttur í febrúar.
Bára hefur reglulega haft samskiptamálin á sinni könnu á ferlinum. Þannig starfaði hún til að mynda á samskiptasviði Arion banka um fjögurra ára skeið.
Bára var ráðin forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone árið 2015. Síðar gegndi hún sama hlutverki hjá Sýn hf., allt þar til í október í fyrra.
Fréttin hefur verið uppfærð.