Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 11:22 Frá 13. mars fór að draga stórlega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu og munar þar mest um hrun í flugi milli ríkja í Evrópu og Bandaríkjanna. vísir/vilhelm Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50
Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00