Innlent

Katrín, Margrét, Albert og Gylfi Þór í hópi gesta Bítisins

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Dagskráin var þétt í Bítinu í morgun þar sem þær Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, mættu meðal annars til að ræða ástandið á fyrirtækjamarkaði á tímum faraldurs kórónuveirunnar.

Þátturinn hófst klukkan 6:50, en hægt er að fylgjast með honum hér á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. 

Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi útbreiðslu veirunnar og Einar Stefánsson, læknir og prófessor við HÍ, kynnti lýsisafurð sem hann segir geta nýst sem fyrirbyggjandi aðferð í baráttunni við veiruna.

Rætt var við bændurna Brynjar Bergsson og Elvar Eyvindsson um stöðu bænda um þessar mundir. Þá var hringt í knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson hjá Everton sem ræddi stöðuna hjá sér og öðrum á Bretlandseyjum.

Í lok þáttar mættu svo Albert „Eldar“ Eiríksson og Kári Kárason frá Vilko og bökuðu vöfflur í tilefni Alþjóðlega vöffludagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Þá sendi Garpur Elísabetarson fyrstu dagbókina úr hringferð sinni.

Hér að neðan má sjá fleiri klippur úr þættinum frá því í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×