Hjalti Úrsus leiðrétti gríðarlegan misskilning um konur og lyftingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir ræddu við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Þær lyftu líka þungum lóðum. Skjámynd/S2 Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan. Kraftlyftingar Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Sjá meira
Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Sjá meira