Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2020 11:00 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Um helgina hitti hann þessa fallegu hreindýrahjörð. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Hann skrifar ferðadagbók hér á Vísi á meðan á ferðinni stendur: Eftir góðan göngutúr á Falljökli hvíldi ég lúna fætur á Fosshotel Glacier Lagoon í Öræfum. Góðum svefn seinna lagði ég af stað á þjóðveginum og fyrsta stopp var skammt undan, á Jökulsárlóni. Þar var mjög mikill vindur, þannig að stoppið var stutt. Ég kíkti þó við í Vestri-Fellsfjöru og heilsaði upp á strandaða ísjakanna þar. Klippa: Dagur 4 og 5 - Ferðalangur í eigin landi Með örstopppi á Stokksnesi var ég svo kominn á Austurlandið. Nálægðin við fjöllin og hafið er svakaleg þegar maður keyrir hringveginn eftir fjörðunum. Bæirnir ríma vel við landslagið og gæti maður alveg hugsað sér að setjast bara að í hverju stoppi. Gunnarshús á Skriðuklaustri.Vísir/Garpur Ég hafði frétt af hreindýra hjörð á Breiðdalsheiði og var ég fljótur að bregðast við því. Ég þurfti reyndar að stoppa nokkrum sinnum og skoða kort til þess að vita hvar Breiðdalsheiðin væri, en fann hana þó á endanum. Ég keyrði fram hjá bónda sem var út i að keyra með hundinn sinn. Hundurinn hljóp á undan og bóndinn keyrði á eftir. Ekki algeng sjón, en bóndinn gat þó bent mér í rétt átt á eftir hjörðinni sem stóð á beit skammt undan. Ég reyndi að fara varlega að hjörðinni, en hreindýrin hafa sennilega heyrt og fundið mig koma langt áður en ég mætti og byrjuðu að skokka rólega í burtu. En ég náði þó að fylgja þeim eftir í skamma stund. Það var mikil upplifun að hitta þennan flotta hóp á Breiðdalsheiði.Vísir/Garpur Þessa skamma stund leið alltof fljótt og leið mér eins og litlu barni á jólunum að hafa hitt öll þessi hreindýr í einni kássu. Eftir að ég hafði hringt í bróður minn og reynt að deila gleðinni með einhverjum þá lagði ég af stað og förinni heitið á Óbyggðarsetrið, sem er inni í Norðurdal í Fljótsdal. Keyrslan þangað var afar fögur og staðsetningin var eins og í einhverju ævintýri, sem og húsið sjálft. Það er búið að hugsa fyrir hverju smáatriði og upplifunin einstök. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Dagur sex hófst og ég keyrði af stað. Ég var svo sem ekki með plan, en rúntaði um firðina og skoðaði mig um. Það var sól og blíða þennan laugardag og hlýtt þegar vindurinn hagaði sér. Þeir fossar sem ég skoðaði voru flestir í klakaböndum og höfðu lítið fyrir sér. Margir fossar landsins eru nú frosnir. Vísir/Garpur Ég eyddi svo nóttinni á gistiheimili Birtu á Egilsstöðum áður en ég hélt af stað á Norðurlandið. Ég gat þó ekki yfirgefið Austurland án þess að koma við í Stuðlagili í Jökuldal í Fljótsdalshéraði. Stuðlagil á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt.Vísir/Garpur Ég hafði komið þar síðasta sumar og það er einstakur staður. Stuðlagil var í vetrarbúning og eyddi ég síðustu mínútum mínum á austurhluta Íslands með tveimur krummum sem ég hef ákveðið að séu þeir sömu og borðuðu allt kexið mitt á Falljökli. Stuðlagil kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, snarminnkaði.Vísir/Garpur Fram undan er svo vetraríkið Norðurland og ég er mjög spenntur að skoða og kanna það á næstu dögum. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Hann skrifar ferðadagbók hér á Vísi á meðan á ferðinni stendur: Eftir góðan göngutúr á Falljökli hvíldi ég lúna fætur á Fosshotel Glacier Lagoon í Öræfum. Góðum svefn seinna lagði ég af stað á þjóðveginum og fyrsta stopp var skammt undan, á Jökulsárlóni. Þar var mjög mikill vindur, þannig að stoppið var stutt. Ég kíkti þó við í Vestri-Fellsfjöru og heilsaði upp á strandaða ísjakanna þar. Klippa: Dagur 4 og 5 - Ferðalangur í eigin landi Með örstopppi á Stokksnesi var ég svo kominn á Austurlandið. Nálægðin við fjöllin og hafið er svakaleg þegar maður keyrir hringveginn eftir fjörðunum. Bæirnir ríma vel við landslagið og gæti maður alveg hugsað sér að setjast bara að í hverju stoppi. Gunnarshús á Skriðuklaustri.Vísir/Garpur Ég hafði frétt af hreindýra hjörð á Breiðdalsheiði og var ég fljótur að bregðast við því. Ég þurfti reyndar að stoppa nokkrum sinnum og skoða kort til þess að vita hvar Breiðdalsheiðin væri, en fann hana þó á endanum. Ég keyrði fram hjá bónda sem var út i að keyra með hundinn sinn. Hundurinn hljóp á undan og bóndinn keyrði á eftir. Ekki algeng sjón, en bóndinn gat þó bent mér í rétt átt á eftir hjörðinni sem stóð á beit skammt undan. Ég reyndi að fara varlega að hjörðinni, en hreindýrin hafa sennilega heyrt og fundið mig koma langt áður en ég mætti og byrjuðu að skokka rólega í burtu. En ég náði þó að fylgja þeim eftir í skamma stund. Það var mikil upplifun að hitta þennan flotta hóp á Breiðdalsheiði.Vísir/Garpur Þessa skamma stund leið alltof fljótt og leið mér eins og litlu barni á jólunum að hafa hitt öll þessi hreindýr í einni kássu. Eftir að ég hafði hringt í bróður minn og reynt að deila gleðinni með einhverjum þá lagði ég af stað og förinni heitið á Óbyggðarsetrið, sem er inni í Norðurdal í Fljótsdal. Keyrslan þangað var afar fögur og staðsetningin var eins og í einhverju ævintýri, sem og húsið sjálft. Það er búið að hugsa fyrir hverju smáatriði og upplifunin einstök. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Dagur sex hófst og ég keyrði af stað. Ég var svo sem ekki með plan, en rúntaði um firðina og skoðaði mig um. Það var sól og blíða þennan laugardag og hlýtt þegar vindurinn hagaði sér. Þeir fossar sem ég skoðaði voru flestir í klakaböndum og höfðu lítið fyrir sér. Margir fossar landsins eru nú frosnir. Vísir/Garpur Ég eyddi svo nóttinni á gistiheimili Birtu á Egilsstöðum áður en ég hélt af stað á Norðurlandið. Ég gat þó ekki yfirgefið Austurland án þess að koma við í Stuðlagili í Jökuldal í Fljótsdalshéraði. Stuðlagil á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt.Vísir/Garpur Ég hafði komið þar síðasta sumar og það er einstakur staður. Stuðlagil var í vetrarbúning og eyddi ég síðustu mínútum mínum á austurhluta Íslands með tveimur krummum sem ég hef ákveðið að séu þeir sömu og borðuðu allt kexið mitt á Falljökli. Stuðlagil kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, snarminnkaði.Vísir/Garpur Fram undan er svo vetraríkið Norðurland og ég er mjög spenntur að skoða og kanna það á næstu dögum. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 27. mars 2020 11:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“