Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:36 Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var skotinn til bana í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá fyrsta staðnum sem hann réðst á. AP/Andrew Vaughan Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax. Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax.
Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40
Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18