Áttar sig ekki á því hvaðan hræðsla við CBD framleiðslu kemur Andri Eysteinsson skrifar 21. apríl 2020 12:01 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra. Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra.
Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira