Valkvæðar aðgerðir, rannsóknir og tannlækningar hefjast aftur 4. maí Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:44 Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þriðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Heilbrigðisráðherra ætlar að staðfesta fyrirmæli landlæknis um að takmörkunum á valaðgerðir, rannsóknir þeim tengdum og tannlækningar verði aflétt mánudaginn 4. maí þegar byrjað verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Búist er við því að ráðherra birti auglýsingu um hvernig byrjað verður að aflétta takmörkunum vegna faraldursins í dag eða á morgun. Alma D. Möller, landlæknir, sagði að þar muni koma fram að hægt verði að byrja aftur valkvæðar aðgerðir, rannsóknir sem tengjast þeim og tannlækningar sem hafa verið takmarkaðar undanfarnar vikur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Alma til þess að faraldurinn sé nú í rénun og að álag á heilbrigðiskerfið fari minnkandi. Hún hafi ráðfært sig við forstjóra Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri sem telji báðir óhætt að hefja þessar aðgerðir aftur með þeim fyrirvara að ekkert óvænt gerist með faraldurinn í millitíðinni. Beindi landlæknir þeim tilmælum til lækna að þeir settu sig í samband við skjólstæðinga sína og um að meta hverjir þeirra hafi mesta þörf fyrir meðferð, aðgerð eða rannsókn svo að þeir fái þjónustuna fyrstir. Miklir biðlistar eftir valkvæðum aðgerðum mynduðust í verkföllum heilbrigðisstarfsfólks árið 2015 sem tók langan tíma að vinda ofan af. Alma sagði á fundinum að hún væri ekki viss um að biðlistar hafi endilega lengst í ástandinu nú vegna þess að fólk hafi ekki komist í skoðun til að komast á biðlista eftir aðgerð. Hugur sé í forstjórum sjúkrahúsanna að hefja aðgerðir aftur til þess að biðlistar verði ekki lengri en þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar að staðfesta fyrirmæli landlæknis um að takmörkunum á valaðgerðir, rannsóknir þeim tengdum og tannlækningar verði aflétt mánudaginn 4. maí þegar byrjað verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Búist er við því að ráðherra birti auglýsingu um hvernig byrjað verður að aflétta takmörkunum vegna faraldursins í dag eða á morgun. Alma D. Möller, landlæknir, sagði að þar muni koma fram að hægt verði að byrja aftur valkvæðar aðgerðir, rannsóknir sem tengjast þeim og tannlækningar sem hafa verið takmarkaðar undanfarnar vikur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Alma til þess að faraldurinn sé nú í rénun og að álag á heilbrigðiskerfið fari minnkandi. Hún hafi ráðfært sig við forstjóra Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri sem telji báðir óhætt að hefja þessar aðgerðir aftur með þeim fyrirvara að ekkert óvænt gerist með faraldurinn í millitíðinni. Beindi landlæknir þeim tilmælum til lækna að þeir settu sig í samband við skjólstæðinga sína og um að meta hverjir þeirra hafi mesta þörf fyrir meðferð, aðgerð eða rannsókn svo að þeir fái þjónustuna fyrstir. Miklir biðlistar eftir valkvæðum aðgerðum mynduðust í verkföllum heilbrigðisstarfsfólks árið 2015 sem tók langan tíma að vinda ofan af. Alma sagði á fundinum að hún væri ekki viss um að biðlistar hafi endilega lengst í ástandinu nú vegna þess að fólk hafi ekki komist í skoðun til að komast á biðlista eftir aðgerð. Hugur sé í forstjórum sjúkrahúsanna að hefja aðgerðir aftur til þess að biðlistar verði ekki lengri en þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira