Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 12:30 Haukakonur með Íslandsmeistaratitilinn sem þær unnu 1. apríl 2009. Mynd/KKÍ Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa tvö lið orðið Íslandsmeistarar 1. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið ÍBV í handbolta sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 1. apríl 2006 og kvennalið Hauka í körfubolta sem vann þriðja Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 1. apríl 2009. Bæði þessi lið höfðu unnið marga titla á árunum á undan en þau höfðu jafnframt gengið í gegnum miklar breytingar síðan þá. Það höfðu því ekki allir eins mikla trú á því að þessi lið gætu fylgt eftir frábærum árangri vel mannaðra liða sinna árin á undan nú þegar margar af hetjunum höfðu yfirgefið skipið. Frétt um Íslandsmeistaratitil ÍBV í DV.Skjámynd/DV Síðasta dollan sem ég ætla að lyfta Eyjakonur urðu fyrst Íslandsmeistarar árið 2000 og svo aftur tvö ár í röð, 2003 til 2004, þegar liðið var skipað mörgum frábærum erlendu atvinnumönnum. Veturinn 2005-06 var ekki lengur úrslitakeppni en Eyjakonur höfðu betur eftir æsispennandi keppni við Val og Hauka sem enduðu bæði aðeins stigi á eftir. ÍBV liðið tryggði sér titilinn með með því að vinna fjögurra marka sigur á HK, 31-27, í Digranesi í lokaumferðinni. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV-liðsins, var þarna Íslandsmeistari með Eyjaliðinu í þriðja sinn á sjö árum og tilkynnti það eftir leikinn að hún væri hætt. Hún stóð reyndar ekki alveg við það. „Þetta er mjög sætt. Þetta er síðasta dollan sem ég ætla að lyfta sem leikmaður. Tímabilið var svona upp og ofan og margir voru búnir að afskrifa okkur um jólin. En við komum sterkar til baka og tókum þetta á seiglunni,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir sem skoraði sex mörk í leiknum. Einn leikmaður ÍBV liðsins í dag tók þátt í þessum Íslandsmeistaratitli fyrir fjórtán árum en að var Ester Óskarsdóttir sem var þarna ekki búin að halda upp á átján ára afmælið sitt. Eyjaliðið gekk í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og tapaði meðal annars með átta mark mun á móti Haukum í janúar, 36-28. ÍBV-liðið vann alla sjö leiki sína eftir það og tryggði sér titilinn síðan í lokaumferðinni. „Þetta er toppurinn á mínum ferli og er ástæðan fyrir því að ég til Eyja upphaflega. Þetta lið þjappaði sér saman á hárréttum tíma á ótrúlegan hátt og stelpurnar eiga hrós skilið. Þær voru að gefa einfalda en árangursríka hluti á þessu tímabili með frábærum varnarleik og stórkostlegri markvörslu. Það skilaði þessum bikar sem við eigum í dag,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV við Fréttablaðið. ÍBV Íslandsmeistari 2006 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 1. apríl Staður: Digranes í Kópvogi Þjálfari: Alfreð Örn Finnsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur:15 sigrar og 2 töp í 18 leikjum 86 prósent stiga í húsi (31 af 36) Atkvæðamestar í deildarkeppninni: Pavla Plaminkova 126 mörk Simona Vintila 102 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 71 mark Renata Kári Horvath 65 mörk Ragna Karen Sigurðardóttir 46 mörk Ester Óskarsdóttir 29 mörk Eva Björk Hlöðversdóttir 12 mörk Uppslátturinn um sigur Haukakvenna í Morgunblaðinu 2009.Skjámynd/Morgunblaðið Þetta eru bara töffarar Körfuboltalið Hauka hafði einnig gengið í gegnum miklar breytingar þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009 eftir oddaleik á móti KR á Ásvöllum. Haukarkonur höfðu unnið tvo Íslandsmeistaratitla í röð 2006 og 2007 en eftir seinni titilinn fór Helena Sverrisdóttir út í skóla í Bandaríkjunum, Pálína Gunnlaugsdóttir fór í Keflavík, Sigrún og Guðrún Ósk Ámundadætur fóru í KR og Unnur Tara Jónsdóttir fór til Finnlands. Eftir stóðu stelpur sem höfðu verið í titlum hlutverkum í meistaraliðinu en fengu nú liðið í fangið. „Í þessu liði eru bara fjórar úr meistaraliðinu 2007. Þetta er auðvitað ótrúlegt. Sérstaklega með hliðsjón af því að við erum með svo ungt lið. En við fáum frábæran persónuleika í Slavicu Slavica Dimovsku og erum með Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem er frábær leiðtogi. Dimovska hefur verið meidd síðan við spiluðum við KR í síðustu umferð deildarkeppninnar og Kristrún hefur verið meidd alla úrslitakeppnina. Þetta eru bara töffarar,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson, þjálfari Hauka í viðtali við Morgunblaðið eftir leik. Haukar unnu KR 69-64 í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Haukarnir voru deildarmeistarar og nutu þess í lokaleiknum. Lykilatriði var að semja við hina makedónísku Slavica Dimovska sem var frábær með Haukaliðinu þennan vetur. Hún lék með Fjölni veturinn á undan og vann þá bara einn leik í deildarkeppninni. Haukarnir veðjuðu á hana og sáu ekki eftir því. „Ég er rosalega ánægð og hamingjusöm. Þetta er fyrsti alvöru titilinn minn í meistaraflokki og ég er himinlifandi með þetta allt saman,“ sagði Slavica Dimovska við Morgunblaðið eftir leikinn. Slavica Dimovska var með 27 stig og 4 stoðsendingar í lokaleiknum en þá skoraði bandaríski bakvörðurinn Monika Knight 15 stig og gaf 8 stoðsendingar að auki og fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var með 11 stig. Þá má ekki gleyma Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem var með 9 fráköst og 6 varin skot. Haukar Íslandsmeistari 2009 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 1.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Yngvi Páll Gunnlaugsson Fyrirliði: Kristrún Sigurjónsdóttir Árangur: 17 sigrar og 3 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 3 töp í 9 leikjum í úrslitakeppni 79 prósent sigurhlutfall (23-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Slavica Dimovska 98 stig (19,6 í leik) Moneka Knight 71 stig (14,2) Kristrún Sigurjónsdóttir 48 stig (9,6) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 42 stig (8,4) Telma Björk Fjalarsdóttir 25 stig (5,0) Guðbjörg Sverrisdóttir 21 stig (4,2) Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Einu sinni var... Haukar ÍBV Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa tvö lið orðið Íslandsmeistarar 1. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið ÍBV í handbolta sem vann fjórða Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 1. apríl 2006 og kvennalið Hauka í körfubolta sem vann þriðja Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 1. apríl 2009. Bæði þessi lið höfðu unnið marga titla á árunum á undan en þau höfðu jafnframt gengið í gegnum miklar breytingar síðan þá. Það höfðu því ekki allir eins mikla trú á því að þessi lið gætu fylgt eftir frábærum árangri vel mannaðra liða sinna árin á undan nú þegar margar af hetjunum höfðu yfirgefið skipið. Frétt um Íslandsmeistaratitil ÍBV í DV.Skjámynd/DV Síðasta dollan sem ég ætla að lyfta Eyjakonur urðu fyrst Íslandsmeistarar árið 2000 og svo aftur tvö ár í röð, 2003 til 2004, þegar liðið var skipað mörgum frábærum erlendu atvinnumönnum. Veturinn 2005-06 var ekki lengur úrslitakeppni en Eyjakonur höfðu betur eftir æsispennandi keppni við Val og Hauka sem enduðu bæði aðeins stigi á eftir. ÍBV liðið tryggði sér titilinn með með því að vinna fjögurra marka sigur á HK, 31-27, í Digranesi í lokaumferðinni. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV-liðsins, var þarna Íslandsmeistari með Eyjaliðinu í þriðja sinn á sjö árum og tilkynnti það eftir leikinn að hún væri hætt. Hún stóð reyndar ekki alveg við það. „Þetta er mjög sætt. Þetta er síðasta dollan sem ég ætla að lyfta sem leikmaður. Tímabilið var svona upp og ofan og margir voru búnir að afskrifa okkur um jólin. En við komum sterkar til baka og tókum þetta á seiglunni,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir sem skoraði sex mörk í leiknum. Einn leikmaður ÍBV liðsins í dag tók þátt í þessum Íslandsmeistaratitli fyrir fjórtán árum en að var Ester Óskarsdóttir sem var þarna ekki búin að halda upp á átján ára afmælið sitt. Eyjaliðið gekk í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og tapaði meðal annars með átta mark mun á móti Haukum í janúar, 36-28. ÍBV-liðið vann alla sjö leiki sína eftir það og tryggði sér titilinn síðan í lokaumferðinni. „Þetta er toppurinn á mínum ferli og er ástæðan fyrir því að ég til Eyja upphaflega. Þetta lið þjappaði sér saman á hárréttum tíma á ótrúlegan hátt og stelpurnar eiga hrós skilið. Þær voru að gefa einfalda en árangursríka hluti á þessu tímabili með frábærum varnarleik og stórkostlegri markvörslu. Það skilaði þessum bikar sem við eigum í dag,“ sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV við Fréttablaðið. ÍBV Íslandsmeistari 2006 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 1. apríl Staður: Digranes í Kópvogi Þjálfari: Alfreð Örn Finnsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur:15 sigrar og 2 töp í 18 leikjum 86 prósent stiga í húsi (31 af 36) Atkvæðamestar í deildarkeppninni: Pavla Plaminkova 126 mörk Simona Vintila 102 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 71 mark Renata Kári Horvath 65 mörk Ragna Karen Sigurðardóttir 46 mörk Ester Óskarsdóttir 29 mörk Eva Björk Hlöðversdóttir 12 mörk Uppslátturinn um sigur Haukakvenna í Morgunblaðinu 2009.Skjámynd/Morgunblaðið Þetta eru bara töffarar Körfuboltalið Hauka hafði einnig gengið í gegnum miklar breytingar þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009 eftir oddaleik á móti KR á Ásvöllum. Haukarkonur höfðu unnið tvo Íslandsmeistaratitla í röð 2006 og 2007 en eftir seinni titilinn fór Helena Sverrisdóttir út í skóla í Bandaríkjunum, Pálína Gunnlaugsdóttir fór í Keflavík, Sigrún og Guðrún Ósk Ámundadætur fóru í KR og Unnur Tara Jónsdóttir fór til Finnlands. Eftir stóðu stelpur sem höfðu verið í titlum hlutverkum í meistaraliðinu en fengu nú liðið í fangið. „Í þessu liði eru bara fjórar úr meistaraliðinu 2007. Þetta er auðvitað ótrúlegt. Sérstaklega með hliðsjón af því að við erum með svo ungt lið. En við fáum frábæran persónuleika í Slavicu Slavica Dimovsku og erum með Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem er frábær leiðtogi. Dimovska hefur verið meidd síðan við spiluðum við KR í síðustu umferð deildarkeppninnar og Kristrún hefur verið meidd alla úrslitakeppnina. Þetta eru bara töffarar,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson, þjálfari Hauka í viðtali við Morgunblaðið eftir leik. Haukar unnu KR 69-64 í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Haukarnir voru deildarmeistarar og nutu þess í lokaleiknum. Lykilatriði var að semja við hina makedónísku Slavica Dimovska sem var frábær með Haukaliðinu þennan vetur. Hún lék með Fjölni veturinn á undan og vann þá bara einn leik í deildarkeppninni. Haukarnir veðjuðu á hana og sáu ekki eftir því. „Ég er rosalega ánægð og hamingjusöm. Þetta er fyrsti alvöru titilinn minn í meistaraflokki og ég er himinlifandi með þetta allt saman,“ sagði Slavica Dimovska við Morgunblaðið eftir leikinn. Slavica Dimovska var með 27 stig og 4 stoðsendingar í lokaleiknum en þá skoraði bandaríski bakvörðurinn Monika Knight 15 stig og gaf 8 stoðsendingar að auki og fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var með 11 stig. Þá má ekki gleyma Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem var með 9 fráköst og 6 varin skot. Haukar Íslandsmeistari 2009 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 1.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Yngvi Páll Gunnlaugsson Fyrirliði: Kristrún Sigurjónsdóttir Árangur: 17 sigrar og 3 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 3 töp í 9 leikjum í úrslitakeppni 79 prósent sigurhlutfall (23-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Slavica Dimovska 98 stig (19,6 í leik) Moneka Knight 71 stig (14,2) Kristrún Sigurjónsdóttir 48 stig (9,6) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 42 stig (8,4) Telma Björk Fjalarsdóttir 25 stig (5,0) Guðbjörg Sverrisdóttir 21 stig (4,2)
ÍBV Íslandsmeistari 2006 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 1. apríl Staður: Digranes í Kópvogi Þjálfari: Alfreð Örn Finnsson Fyrirliði: Ingibjörg Jónsdóttir Árangur:15 sigrar og 2 töp í 18 leikjum 86 prósent stiga í húsi (31 af 36) Atkvæðamestar í deildarkeppninni: Pavla Plaminkova 126 mörk Simona Vintila 102 mörk Ingibjörg Jónsdóttir 71 mark Renata Kári Horvath 65 mörk Ragna Karen Sigurðardóttir 46 mörk Ester Óskarsdóttir 29 mörk Eva Björk Hlöðversdóttir 12 mörk
Haukar Íslandsmeistari 2009 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 1.apríl Staður: Ásvellir í Hafnarfirði Þjálfari: Yngvi Páll Gunnlaugsson Fyrirliði: Kristrún Sigurjónsdóttir Árangur: 17 sigrar og 3 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 3 töp í 9 leikjum í úrslitakeppni 79 prósent sigurhlutfall (23-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Slavica Dimovska 98 stig (19,6 í leik) Moneka Knight 71 stig (14,2) Kristrún Sigurjónsdóttir 48 stig (9,6) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 42 stig (8,4) Telma Björk Fjalarsdóttir 25 stig (5,0) Guðbjörg Sverrisdóttir 21 stig (4,2)
Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Einu sinni var... Haukar ÍBV Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30