Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 11:13 Kjósendur bíða í röð eftir að fá að kjósa í framhaldsskóla í Milwaukee í Wisconsin 7. apríl. Skortur á starfsmönnum kjörstjórnar þýddi að kjörstöðum var fækkað úr tæplega 200 niður í aðeins fimm fyrir alla borgina. Vísir/EPA Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35
Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25
Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36