Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 12:45 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir það miklar gleðifréttir að enginn hafi greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Vísir Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira