Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 19:00 Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa. Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira