Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 18:33 Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Sjá meira