Kínverski rafbíllinn Xpeng P7 með meiri drægni en Tesla Model 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2020 07:00 Xpeng P7 Kínverski rafbílaframleiðandinn Xpeng tilkynnti í gær um nýjan rafsportbíl sem gengur undir nafninu P7. Hann verður að sögn Xpeng með meiri drægni en Tesla Model 3. Tesla Model 3 er með um 675 km. drægni en Xpeng P7 á að drífa um 707 kílómetra á hleðslunni. Model 3 hefur verið sá rafbíll sem státar af hvað mestri drægni en nú virðist sem að Xpeng ætli að taka þann titil af Tesla. Xpeng P7 við prófanir í snjó og frosti. Raunverulegur keppinautur? Tölur um drægni P7 og Model 3 miða báðar við NEDC (New European Driving Cycle) prófunarferlið og báðar tölurnar eru miðaðar við þá undirgerð sem hefur mesta drægni. Þar er um að ræða afturhjóladrifna útgáfu, Teslan er með 75kWh rafhlöðu en Xpeng með 80,9 kWh rafhlöðu. Útlitslega virðist um raunverulegan keppinaut fyrir Model 3 að ræða. Eins eru tölurnar sem gefnar hafa verið út eru nánast á pari og sums staðar er P7 framar. Frammistaðan er sambærileg, P7 á að fara úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. á 4,3 sekúndum en uppgefinn tími fyrir Model 3 er 3,9 sekúndur. Xpeng P7 Hvað ef þig langar í P7? Xpeng segir að hægt sé að panta P7 núna, að því gefnu að pantandinn sé í Kína og viljugur að bíða fram í júní og borga frá um 4,8 milljónum íslenskra króna. Xpeng P7 er samkvæmt yfirlýsingu framleiðandans fyrsti þriðjastigs sjálfkeyrandi bíllinn sem er í boði í Kína. Hann væri raunar sá fyrsti í heimunum. Vistvænir bílar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Kínverski rafbílaframleiðandinn Xpeng tilkynnti í gær um nýjan rafsportbíl sem gengur undir nafninu P7. Hann verður að sögn Xpeng með meiri drægni en Tesla Model 3. Tesla Model 3 er með um 675 km. drægni en Xpeng P7 á að drífa um 707 kílómetra á hleðslunni. Model 3 hefur verið sá rafbíll sem státar af hvað mestri drægni en nú virðist sem að Xpeng ætli að taka þann titil af Tesla. Xpeng P7 við prófanir í snjó og frosti. Raunverulegur keppinautur? Tölur um drægni P7 og Model 3 miða báðar við NEDC (New European Driving Cycle) prófunarferlið og báðar tölurnar eru miðaðar við þá undirgerð sem hefur mesta drægni. Þar er um að ræða afturhjóladrifna útgáfu, Teslan er með 75kWh rafhlöðu en Xpeng með 80,9 kWh rafhlöðu. Útlitslega virðist um raunverulegan keppinaut fyrir Model 3 að ræða. Eins eru tölurnar sem gefnar hafa verið út eru nánast á pari og sums staðar er P7 framar. Frammistaðan er sambærileg, P7 á að fara úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. á 4,3 sekúndum en uppgefinn tími fyrir Model 3 er 3,9 sekúndur. Xpeng P7 Hvað ef þig langar í P7? Xpeng segir að hægt sé að panta P7 núna, að því gefnu að pantandinn sé í Kína og viljugur að bíða fram í júní og borga frá um 4,8 milljónum íslenskra króna. Xpeng P7 er samkvæmt yfirlýsingu framleiðandans fyrsti þriðjastigs sjálfkeyrandi bíllinn sem er í boði í Kína. Hann væri raunar sá fyrsti í heimunum.
Vistvænir bílar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent