Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 08:53 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. Biskupsstofa segir að séra Skírnir verði sjötugur á haustmánuðum og þá muni ráðningarsambandi hans við þjóðkirkjuna ljúka. Vísir/Baldur Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. Réttindi Skírnis verði óbreytt og að öllu virt. Umræða um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi sé röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Biskupsstofu þar sem einnig segir: „Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.“ Séra Skírnir var rekinn fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Sjá einnig: Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Í yfirlýsingu Biskupsstofu er vísað í viðtal Skírnis við Mannlíf þar sem hann sagðist furða sig á afstöðu biskups og sagðist vonast til þess að hún endurskoði málið. Hann taldi brottvikninguna allt of harða aðgerð. Segir að Skírni hafi verið gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar og það hafi hann gert í bréfi. Það bréf hafi þó ekki breytt afstöðu kirkjunnar „um að afþakka þjónustu hans“. „Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað. Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar,“ segir í yfirlýsingu Biskupsstofu. Færður til en ekki rekinn Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Bisskupsstofa segir hins vegar að Skírni hafi ekki verið vikið úr starfi. Heldur hafi hann verðir færður í starfi „að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.“ Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. Réttindi Skírnis verði óbreytt og að öllu virt. Umræða um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi sé röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Biskupsstofu þar sem einnig segir: „Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.“ Séra Skírnir var rekinn fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Sjá einnig: Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Í yfirlýsingu Biskupsstofu er vísað í viðtal Skírnis við Mannlíf þar sem hann sagðist furða sig á afstöðu biskups og sagðist vonast til þess að hún endurskoði málið. Hann taldi brottvikninguna allt of harða aðgerð. Segir að Skírni hafi verið gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar og það hafi hann gert í bréfi. Það bréf hafi þó ekki breytt afstöðu kirkjunnar „um að afþakka þjónustu hans“. „Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað. Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar,“ segir í yfirlýsingu Biskupsstofu. Færður til en ekki rekinn Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Bisskupsstofa segir hins vegar að Skírni hafi ekki verið vikið úr starfi. Heldur hafi hann verðir færður í starfi „að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.“
Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira