Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 16:30 Umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 (til 27. apríl) borið saman við sama tímabil í fyrra. Samkomubann var fyrst sett á í viku 11 og byrjaði umferð þá að dragast verulega saman. Tímasetning páska bjagar samanburð á milli ára á hluta tímabilsins. Vegagerðin Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira