Missti báða foreldra sína vegna Covid-19 Frosti Logason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. apríl 2020 21:00 Pétur Reynisson missti báða foreldra sína úr Covid-29 sjúkdómnum. Móðir hans var fyrsti Íslendingurinn til að látast úr sjúkdómnum. Stöð 2 Pétur Reynisson hefur stigið mörg þung skref síðustu vikurnar en hann gekk í gegnum það erfiða hlutskipti að missa báða foreldra sína vegna Covid-19 faraldursins nú á dögunum. Pétur sagði frá foreldrum sínum í Ísland í dag í kvöld. Móðir Péturs, Jóninna Margrét Pétursdóttir, lést þann 23. mars síðastliðinn og viku síðar var faðir hans, Reynir Guðmundsson einnig farinn. Þau hjónin voru lífsglaðir og vinsælir íbúar Hveragerðis en þau höfðu búið þar undanfarin 50 ár og skilja þau eftir sig stórt skarð í bæjarlífinu. „Hann var þrjóskur, svona í minningunni, en rosalega góður kall. Ofboðslega duglegur og hann var alltaf að vinna. Í æsku man ég eftir honum alltaf í vinnunni en hann var mjög hjálpsamur og vildi allt fyrir alla gera.“ „Hann var bílakall. Alltaf að gera við bíla, alltaf svartur á höndunum. Hann lærði að gera við Bens í gamla daga og var alltaf að gera við Bensa. Það virtist vera nóg að gera. Hann vildi alltaf vera á hálf-biluðum Benz. Þá leið honum best. Það voru bestu bílarnir,“ segir Pétur. „Hann var svo traustur bara, hann var alltaf til staðar, alltaf hægt að leita til hans með allt og hann hafði alltaf ráð við öllu. Gat leyst öll vandamál, bara á sinn hátt.“ Reynir var fullur af lífsorku 75 ára gamall og vann fulla vinnu allt þar til hann veiktist af kórónuveirunni en Jóninna sem var 71 árs var nýfarin að njóta þess að vera hætt að vinna. „Hún átti alltaf stað í hjartanu hjá öllum sem kynntust henni af því að hún var rosalega góð. Ofsalega góð kona. Hún var svona eins og pabbi, hún var alltaf tilbúin að hjálpa öllum og mátti ekkert aumt sjá og henni fannst öll börn vera barnabörnin sín,“ segir Pétur. Jóninna og Reynir voru vinamörg og öllum þótti vænt um þau.Stöð 2 „Henni þótti vænt um alla og hún átti vini á öllum aldri. Alveg frá krökkum og upp í gamalmenni, þetta voru allt vinir hennar, allir sem hún kynntist. Hún bara einhvern vegin svo hjartahlý og öllum þótti vænt um hana sem kynntust henni.“ Pétur segir þau hafa verið mjög ólík: „Pabbi var svona rólegur og ákveðinn og svolítið stífur en mamma var svolítið fiðrildi. Þau smullu bara vel saman, voru miklir vinir og alveg óaðskiljanleg,“ segir Pétur. „Hún vissi það líka. Þetta væri búið í rauninni“ Aðdragandinn að veikindum Jóninnu var mjög snarpur en hún fann fyrst fyrir einhverjum slappleika á laugardegi en á mánudeginum eftir það var hún orðin mjög veik. „Þá er ákveðið að hringja á sjúkrabíl og flytja hana í bæinn og mig grunaði þetta strax. Eiginlega bara alveg strax. Það hafði komið upp smit hérna í Hveragerði og ég svo sem vissi ekkert hennar tengingu við það en maður veit alveg að þetta smitast hjá fólki sem veit ekki að það er smitað.“ Þegar þeir sækja hana fara þeir í allan búnaðinn sem þeir þurfa að fara í og koma og sækja hana og þá getur hún eiginlega ekki staðið í fæturna. Er ekki alveg með ráði og rænu, hún er ekki alveg með okkur. Hún er flutt í bæinn og það tekur viku. Hún deyr á mánudeginum viku seinna og hún var það veikburða að þeir treystu henni ekki fyrir öndunarvél. Þannig að hún fór aldrei í öndunarvél en hún var með rænu, að ég held, allan tímann,“ segir Pétur. Hann segir þessa viku hafa verið ótrúlega erfiða sérstaklega í ljósi þess að þeir feðgar fengu ekki að heimsækja Jóninnu á spítalann og það hafi verið sárt að vita af henni einni á þessum örlagaríka tíma. Það fór þó svo að þeir fengu að fara til hennar í stutta heimsókn skömmu áður en hún lést. „Þá fórum við til hennar og gátum í rauninni hvatt hana, þannig séð,“ segir hann. Hann segir fjölskylduna hafa vitað á þessum tímapunkti í hvað væri að stefna. „Þarna var búið að segja okkur það að þetta myndi ekki snúast við og hún vissi það líka. Þetta væri búið í rauninni.“ Hann segir að hún hafi verið með meðvitund allan tímann. „Við gátum talað við hana. Hún átti að vísu mjög erfitt með að tala en hún gat alveg talað við okkur og við vorum bara í hönskum og með grímur og í fullum búningi inni hjá henni.“ Á þessum tíma var Reynir orðinn það veikur að Pétur vildi helst fá að skilja hann eftir á spítalanum líka, en það var ekki samþykkt þar sem hann var ekki kominn með Covid-19 greiningu. „Við fórum bara heim aftur og þá finn ég að pabbi verður öðruvísi. Þá í rauninni getur hann aðeins farið að einbeita sér að sjálfum sér. Hann gerði alltaf lítið úr því hversu veikur hann var. En ég finn það alveg að hann hverfur. Andlega hverfur hann, hann brotnar niður einhvern vegin eins og hann geti bara ekki meir,“ segir Pétur. Ólýsanlegt að fá ekki að kveðja „Ég fer til hans þegar hann er kominn með sína greiningu, þennan dag þegar mamma deyr þá er hann í rauninni nýkominn með sína greiningu. Þá get ég farið til hans og verið hjá honum. Þá er hann bara orðinn rúmfastur, hann kemst ekki frammúr. Hann hefur enga orku í að hreyfa sig og hann vill ekki nærast, ég fæ hann til að drekka og ég finn svona að hann fjarar einhvern vegin út. Þá hef ég samband við Landspítalann og það var ákveðið að sækja hann og koma honum inn á sjúkrahús,“ segir Pétur. „Þegar þeir koma og sækja hann þarna er það síðasta skiptið sem ég sé hann.“ Jóninna og Reynir voru borin til grafar þann 15. apríl síðastliðinn. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna útför en bæjarbúar söfnuðust þess í stað með fram götunni sem liggur að kirkjunni og stóðu þar vörð.Stöð 2 „Það var í rauninni eins og það var þegar mamma fór. Ég sá að hann var í sama ástandi og hún þegar hún fór. Ég sá í rauninni alveg hvert stefndi. Þetta var það slæmt.“ Reynir var inni á sjúkrahúsinu í einn dag áður en hann var settur í öndunarvél en þá var Pétur búinn að heyra einu sinni í honum í gegn um síma og Reynir hafði sent honum skilaboð í gegn um sjúkrahúsprestinn. „Síðan var bara ekkert meir. Hann kom aldrei úr öndunarvélinni.“ Pétur segir það hafa reynst sér mjög þungt að fá þessa kveðju frá föður sínum og geta ekki heldur fengið að vera til staðar fyrir hann á síðustu metrunum. „Ég fékk allavega að vita það að fyrst að mamma var farin þá fannst honum það mjög óréttlátt og var ekki sáttur við það en af því að hún var farinn var hann ekki ósáttur við að fara líka. Þannig hann var alveg þannig séð tilbúinn að fara líka og vildi bara að við vissum það, að hann væri ekki ósáttur, hann væri ekki að fara ósáttur og bara þessi kveðja til mín, ég fann í rauninni þann styrk frá honum sem hann vildi örugglega að við myndum finna fyrir. Að hann væri að fara og við þyrftum að taka því, að þetta væri eitthvað sem við réðum ekkert við.“ Pétur segir það hafa verið mjög erfitt að fá ekki að kveðja nema í gegn um síma. „Það rífur í hjartað, það er mjög erfitt. Það er eiginlega ólýsanlegt. Allar kringumstæðurnar eru eiginlega ólýsanlegar. Hvernig maður finnur vanmáttinn sinn. Að geta ekki veitt einhverja huggun eða stuðning eða eitthvað sem maður vill gera á svona stundu. Eða bara að vera til staðar, það er eiginlega ólýsanlegt að geta það ekki og hafa engin tök á því,“ segir Pétur. „Alveg sama hvernig litið er á þetta, þetta er áfall á alla vegu. Virkilegt áfall fyrir fjölskylduna og erfitt að fá ekki að vera saman. Erfitt að fá ekki að vera með þeim þegar þau fara og erfitt síðan eftir á að hugsa til þess að þau hafi verið ein síðustu dagana og klukkutímana og mínúturnar. Bara ein með hjúkrunarfólkinu sem er náttúrulega yndislegt fólk en það er alltaf öðruvísi að vera með fjölskyldunni. Það er það sem þú vilt hafa hjá þér.“ Reynir og Jóninna voru síðan borin til grafar þann 15. Apríl síðastliðinn og er Pétur gríðarlega þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann segir hafa verið fallega og góða þrátt fyrir takmarkanir vegna samkomubanns sem gerði athöfnina flókna í framkvæmd. Íbúar Hveragerðis tóku þá höndum saman og stóðu heiðursvörð við götuna sem liggur að Hveragerðiskirkju og vottuðu hjónunum þannig virðingu sína. „Við fundum styrkinn í því að fólk var með okkur. Þau áttu svo mikið af vinum að það var bara ógrynni af fólki sem ég talaði við. Hveragerði er ótrúlegt bæjarfélag. Þegar á reynir standa allir saman og stuðningurinn er gríðarlegur. Maður finnur það bara alls staðar í bænum, hjá öllum, og finnur væntumþykjuna.“ Hægt er að horfa á lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Pétur Reynisson hefur stigið mörg þung skref síðustu vikurnar en hann gekk í gegnum það erfiða hlutskipti að missa báða foreldra sína vegna Covid-19 faraldursins nú á dögunum. Pétur sagði frá foreldrum sínum í Ísland í dag í kvöld. Móðir Péturs, Jóninna Margrét Pétursdóttir, lést þann 23. mars síðastliðinn og viku síðar var faðir hans, Reynir Guðmundsson einnig farinn. Þau hjónin voru lífsglaðir og vinsælir íbúar Hveragerðis en þau höfðu búið þar undanfarin 50 ár og skilja þau eftir sig stórt skarð í bæjarlífinu. „Hann var þrjóskur, svona í minningunni, en rosalega góður kall. Ofboðslega duglegur og hann var alltaf að vinna. Í æsku man ég eftir honum alltaf í vinnunni en hann var mjög hjálpsamur og vildi allt fyrir alla gera.“ „Hann var bílakall. Alltaf að gera við bíla, alltaf svartur á höndunum. Hann lærði að gera við Bens í gamla daga og var alltaf að gera við Bensa. Það virtist vera nóg að gera. Hann vildi alltaf vera á hálf-biluðum Benz. Þá leið honum best. Það voru bestu bílarnir,“ segir Pétur. „Hann var svo traustur bara, hann var alltaf til staðar, alltaf hægt að leita til hans með allt og hann hafði alltaf ráð við öllu. Gat leyst öll vandamál, bara á sinn hátt.“ Reynir var fullur af lífsorku 75 ára gamall og vann fulla vinnu allt þar til hann veiktist af kórónuveirunni en Jóninna sem var 71 árs var nýfarin að njóta þess að vera hætt að vinna. „Hún átti alltaf stað í hjartanu hjá öllum sem kynntust henni af því að hún var rosalega góð. Ofsalega góð kona. Hún var svona eins og pabbi, hún var alltaf tilbúin að hjálpa öllum og mátti ekkert aumt sjá og henni fannst öll börn vera barnabörnin sín,“ segir Pétur. Jóninna og Reynir voru vinamörg og öllum þótti vænt um þau.Stöð 2 „Henni þótti vænt um alla og hún átti vini á öllum aldri. Alveg frá krökkum og upp í gamalmenni, þetta voru allt vinir hennar, allir sem hún kynntist. Hún bara einhvern vegin svo hjartahlý og öllum þótti vænt um hana sem kynntust henni.“ Pétur segir þau hafa verið mjög ólík: „Pabbi var svona rólegur og ákveðinn og svolítið stífur en mamma var svolítið fiðrildi. Þau smullu bara vel saman, voru miklir vinir og alveg óaðskiljanleg,“ segir Pétur. „Hún vissi það líka. Þetta væri búið í rauninni“ Aðdragandinn að veikindum Jóninnu var mjög snarpur en hún fann fyrst fyrir einhverjum slappleika á laugardegi en á mánudeginum eftir það var hún orðin mjög veik. „Þá er ákveðið að hringja á sjúkrabíl og flytja hana í bæinn og mig grunaði þetta strax. Eiginlega bara alveg strax. Það hafði komið upp smit hérna í Hveragerði og ég svo sem vissi ekkert hennar tengingu við það en maður veit alveg að þetta smitast hjá fólki sem veit ekki að það er smitað.“ Þegar þeir sækja hana fara þeir í allan búnaðinn sem þeir þurfa að fara í og koma og sækja hana og þá getur hún eiginlega ekki staðið í fæturna. Er ekki alveg með ráði og rænu, hún er ekki alveg með okkur. Hún er flutt í bæinn og það tekur viku. Hún deyr á mánudeginum viku seinna og hún var það veikburða að þeir treystu henni ekki fyrir öndunarvél. Þannig að hún fór aldrei í öndunarvél en hún var með rænu, að ég held, allan tímann,“ segir Pétur. Hann segir þessa viku hafa verið ótrúlega erfiða sérstaklega í ljósi þess að þeir feðgar fengu ekki að heimsækja Jóninnu á spítalann og það hafi verið sárt að vita af henni einni á þessum örlagaríka tíma. Það fór þó svo að þeir fengu að fara til hennar í stutta heimsókn skömmu áður en hún lést. „Þá fórum við til hennar og gátum í rauninni hvatt hana, þannig séð,“ segir hann. Hann segir fjölskylduna hafa vitað á þessum tímapunkti í hvað væri að stefna. „Þarna var búið að segja okkur það að þetta myndi ekki snúast við og hún vissi það líka. Þetta væri búið í rauninni.“ Hann segir að hún hafi verið með meðvitund allan tímann. „Við gátum talað við hana. Hún átti að vísu mjög erfitt með að tala en hún gat alveg talað við okkur og við vorum bara í hönskum og með grímur og í fullum búningi inni hjá henni.“ Á þessum tíma var Reynir orðinn það veikur að Pétur vildi helst fá að skilja hann eftir á spítalanum líka, en það var ekki samþykkt þar sem hann var ekki kominn með Covid-19 greiningu. „Við fórum bara heim aftur og þá finn ég að pabbi verður öðruvísi. Þá í rauninni getur hann aðeins farið að einbeita sér að sjálfum sér. Hann gerði alltaf lítið úr því hversu veikur hann var. En ég finn það alveg að hann hverfur. Andlega hverfur hann, hann brotnar niður einhvern vegin eins og hann geti bara ekki meir,“ segir Pétur. Ólýsanlegt að fá ekki að kveðja „Ég fer til hans þegar hann er kominn með sína greiningu, þennan dag þegar mamma deyr þá er hann í rauninni nýkominn með sína greiningu. Þá get ég farið til hans og verið hjá honum. Þá er hann bara orðinn rúmfastur, hann kemst ekki frammúr. Hann hefur enga orku í að hreyfa sig og hann vill ekki nærast, ég fæ hann til að drekka og ég finn svona að hann fjarar einhvern vegin út. Þá hef ég samband við Landspítalann og það var ákveðið að sækja hann og koma honum inn á sjúkrahús,“ segir Pétur. „Þegar þeir koma og sækja hann þarna er það síðasta skiptið sem ég sé hann.“ Jóninna og Reynir voru borin til grafar þann 15. apríl síðastliðinn. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna útför en bæjarbúar söfnuðust þess í stað með fram götunni sem liggur að kirkjunni og stóðu þar vörð.Stöð 2 „Það var í rauninni eins og það var þegar mamma fór. Ég sá að hann var í sama ástandi og hún þegar hún fór. Ég sá í rauninni alveg hvert stefndi. Þetta var það slæmt.“ Reynir var inni á sjúkrahúsinu í einn dag áður en hann var settur í öndunarvél en þá var Pétur búinn að heyra einu sinni í honum í gegn um síma og Reynir hafði sent honum skilaboð í gegn um sjúkrahúsprestinn. „Síðan var bara ekkert meir. Hann kom aldrei úr öndunarvélinni.“ Pétur segir það hafa reynst sér mjög þungt að fá þessa kveðju frá föður sínum og geta ekki heldur fengið að vera til staðar fyrir hann á síðustu metrunum. „Ég fékk allavega að vita það að fyrst að mamma var farin þá fannst honum það mjög óréttlátt og var ekki sáttur við það en af því að hún var farinn var hann ekki ósáttur við að fara líka. Þannig hann var alveg þannig séð tilbúinn að fara líka og vildi bara að við vissum það, að hann væri ekki ósáttur, hann væri ekki að fara ósáttur og bara þessi kveðja til mín, ég fann í rauninni þann styrk frá honum sem hann vildi örugglega að við myndum finna fyrir. Að hann væri að fara og við þyrftum að taka því, að þetta væri eitthvað sem við réðum ekkert við.“ Pétur segir það hafa verið mjög erfitt að fá ekki að kveðja nema í gegn um síma. „Það rífur í hjartað, það er mjög erfitt. Það er eiginlega ólýsanlegt. Allar kringumstæðurnar eru eiginlega ólýsanlegar. Hvernig maður finnur vanmáttinn sinn. Að geta ekki veitt einhverja huggun eða stuðning eða eitthvað sem maður vill gera á svona stundu. Eða bara að vera til staðar, það er eiginlega ólýsanlegt að geta það ekki og hafa engin tök á því,“ segir Pétur. „Alveg sama hvernig litið er á þetta, þetta er áfall á alla vegu. Virkilegt áfall fyrir fjölskylduna og erfitt að fá ekki að vera saman. Erfitt að fá ekki að vera með þeim þegar þau fara og erfitt síðan eftir á að hugsa til þess að þau hafi verið ein síðustu dagana og klukkutímana og mínúturnar. Bara ein með hjúkrunarfólkinu sem er náttúrulega yndislegt fólk en það er alltaf öðruvísi að vera með fjölskyldunni. Það er það sem þú vilt hafa hjá þér.“ Reynir og Jóninna voru síðan borin til grafar þann 15. Apríl síðastliðinn og er Pétur gríðarlega þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann segir hafa verið fallega og góða þrátt fyrir takmarkanir vegna samkomubanns sem gerði athöfnina flókna í framkvæmd. Íbúar Hveragerðis tóku þá höndum saman og stóðu heiðursvörð við götuna sem liggur að Hveragerðiskirkju og vottuðu hjónunum þannig virðingu sína. „Við fundum styrkinn í því að fólk var með okkur. Þau áttu svo mikið af vinum að það var bara ógrynni af fólki sem ég talaði við. Hveragerði er ótrúlegt bæjarfélag. Þegar á reynir standa allir saman og stuðningurinn er gríðarlegur. Maður finnur það bara alls staðar í bænum, hjá öllum, og finnur væntumþykjuna.“ Hægt er að horfa á lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15