Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 15:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (t.h.) ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á einum af mörgum upplýsingafundum vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10