Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir. Bylgjan Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. Siðferðislegar spurningar um mannslíf og efnahag vakni óhjákvæmilega í heimsfaraldri. Þetta kom fram í máli Sigurðar í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun, þar sem hann fór um víðan völl í umræðum um kórónuveiruna, hryllilegar lýsingar lækna af spænsku veikinni á Íslandi á síðustu öld - og næsta heimsfaraldur. Lífið eða krónan? Kórónuveirufaraldurinn sem gengið hefur yfir heimsbyggðina undanfarnar vikur og mánuði hefur haft gríðarleg áhrif. Áhrifin eru auðvitað fyrst og fremst heilsufarsleg, yfir 200 þúsund manns hafa látist úr Covid 19-sjúkdómnum, sem veiran veldur, og yfir þrjár milljónir hafa smitast á heimsvísu, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Og Sigurður vatt sér beint að efninu í Bítinu í gærmorgun og velti upp spurningunni sem nú brennur eflaust á vörum margra, þegar faraldurinn virðist víða í rénun og efnahagsáhrifin farin að segja verulega til sín. „Hvort á að leggja meiri áherslu á heilbrigði fólks, mannslíf, eða efnahaginn? Eða er hægt að sigla einhvern milliveg, eða fara milli skers og báru?“ spurði Sigurður. Það væri nefnilega ekki veiran sjálf sem nú sneri heiminum á hvolf, heldur viðbrögð okkar mannanna við henni. Faraldurinn nú væri auk þess nokkuð sérstakur miðað við þá sem á undan eru gengnir. „Og það er líka alveg rétt, eins og margir hafa bent á að fyrri faraldrar, þeir leiddu ekki til samskonar viðbragða af okkar hálfu. Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að flestir af þessum faröldrum voru inflúensufaraldrar, og sumir af þeim voru líka kórónuveirufaraldrar sem voru reyndar miklu, miklu minni umfangs. En inflúensu þekkjum við, við höfum við henni lyf, við höfum við henni bóluefni en þessi kórónuveira sem við erum að tala um hér núna, sem veldur Covid-19, hún er algjörlega óþekkt, við höfum aldrei séð hana áður. Þetta var nýr sjúkdómur. Við höfðum ekki heyrt þetta orð einu sinni fyrir þremur, fjórum mánuðum, og það stýrir auðvitað að talsverðu leyti viðbrögðunum, það er þessi ótti við hið óþekkta. Og ég held að það megi segja það að það sé heiminum til hróss að viðbrögðin hafi þó verið þessi, að heilbrigði fólks og mannslíf voru látin ráða ferðinni. Auðvitað koma svo upp vangaveltur og auðvitað er ofboðslega auðvelt að vera vitur eftir á, þegar maður fer að velta fyrir sér hvernig þetta mun allt saman enda.“ Virðast hafa „leyft“ sem flestum að sýkjast Þá er ljóst að ríki heims hafa farið misilla út úr faraldrinum. Sigurður taldi það líklega skýrast af viðbrögðum í hverju landi fyrir sig. Þannig virðist ekki hafa tekist nægilega vel að hægja á ferli faraldursins í löndum á borð við Ítalíu og Bandaríkin og álag á heilbrigðiskerfi þar því víða yfirgengilegt. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem eru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa einnig vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir veirunni að ráði. Markmiðið virðist vera að byggja upp svokallað hjarðónæmi í landinu, eða a.m.k. vísi að því, sem Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar segir að geri ríkið betur í stakk búið til að takast á við aðra bylgju faraldursins. En dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð er afar há. Á þriðja þúsund hafa látist í landinu en miklu færri á hinum Norðurlöndunum. Í gær voru 443 látnir í Danmörku, 207 í Noregi og 206 í Finnlandi. Sigurður sagði þetta benda til þess að fórnarkostnaður Svíanna væri hár. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.EPA/Jessica Gow „Ef við tökum dæmi Svíanna sem virðast hafa tekið þann pól í hæðina að leyfa, í einhverjum gæsalöppum, sem flestum að sýkjast, til að byggja upp ónæmi gegn veirunni, til þess að ná þessu margumtalaða hjarðónæmi. […] Og sem ljóslega veldur því þá að seinni bylgjan verður ekki eins alvarleg eins og annars hefði orðið en fórnarkostnaðurinn er greinilega mjög hár,“ sagði Sigurður. „Dánartalan í Svíþjóð er miklu, miklu hærri en hjá öðrum Norðurlöndum, bæði hér og í Finnlandi til dæmis. Þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta, hvað viljum við? Viljum við fórna þessu? Og gleymum því ekki að fólk sem er að deyja úr þessum sjúkdómi, bæði hér, í Svíþjóð og víðar, er að mörgu leyti fólk sem var í fullu fjöri. […] Ungt fólk fær þennan sjúkdóm eins og aðrir þó að yfirleitt fari það miklu betur úr honum. Þannig að þetta er bara spurning um hvað vegur þyngra á vogarskálunum, lífið eða krónan?“ Vonar að hann hefði tekið sömu stefnu og þríeykið Þá benti Sigurður á, líkt og ítrekað hefur komið fram, að vissulega væru ákveðnir hópar viðkvæmari fyrir Covid-sýkingu en aðrir. Áhættuþættir í því sambandi væru til að mynda aldur, lungnasjúkdómar, reykingar, ofþyngd og háþrýstingur. „En það gefur okkur kannski ekki, ef ég má segja það þannig, rétt – líka í gæsalöppum – til þess að ákveða að þetta er fólkið sem við ætlum að leyfa að veikjast mikið, og jafnvel að deyja, til þess að vernda hina. Þetta er reyndar mjög áhugaverð siðferðileg spurning, um hvernig eigi að taka á þessu.“ Svo virðist sem Íslendingar séu almennt sáttir við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum, sem stýrt hefur verið af Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 96 prósent þjóðarinnar sögðust treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum til að takast á við faraldurinn, samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun apríl. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af fyrstu upplýsingafundum vegna veirunnar nú í vor. Áður en byrjað var að framfylgja tveggja metra reglunni.Vísir/Vilhelm Stefna þríeykisins og heilbrigðisyfirvalda virðist enda hafa reynst vel. Heilbrigðiskerfið réð vel við að sinna smituðum og ekki var hikað við að koma á takmörkunum sem vissulega hafa komið illa við efnahaginn. Sigurður var inntur eftir því hvort hann hefði farið eins að í landlæknistíð sinni, árin 1998-2006 og 2007-2008. „Ég vona að mér hefði borið gæfa til þess að gera það. Ég held að ég hefði ekki séð kost þess að láta efnahaginn ráða jafnmiklu, eins og margir vilja vera láta. Bæði er það uppeldið, menntunin, bakgrunnurinn sem segir manni það að heilbrigði og líf eigi að vera í forgangi. Og sem betur fer hefur það verið gert hér,“ sagði Sigurður. „Sker innan úr gollurshúsinu“ að lesa frásagnir af spænsku veikinni Og þá var litið aftur til fortíðar. Spænska veikin, skæður inflúensufaraldur, gekk yfir heimsbyggðina árin 1918-19. Hún er talin hafa borist hingað til lands með skipum frá Kaupmannahöfn og Bandaríkjunum í október 1918. „Munurinn á henni og Covid-19-sjúkdómnum núna er að spænska veikin lagðist fyrst og fremst á yngra fólk og það var það sem dó. Ófrískar konur, yngra fólk og það var raunverulega alveg hreint skelfilegur sjúkdómur. Við hryllum okkur yfir Covid-19 en það er talið að fimmtíu til hundrað milljónir manna í heiminum hafi dáið úr spænsku veikinni,“ sagði Sigurður. Spænska veikin lamaði athafnalíf í Reykjavík og aðbúnaður til að bregðast við faraldrinum var hræðilegur. Engin lyf eða bóluefni voru til og mannekla gríðarleg. „Það liggur við að það skeri innan úr gollurshúsinu á manni að lesa frásagnir kollega, lækna, frá þessum tíma, m.a. Páls Kolka sem margir kannast við, um hvernig ástandið var á þessum tíma. Meira að segja Páll Kolka, sem var læknir þá í Húnaþingi, hann velti fyrir sér: „Hvers vegna í ósköpunum fór ég í þetta starf. Ég er að hugsa um að snúa til baka og tala við landlækni og segja af mér.“ Óhugnaðurinn og skelfingin var slík og þvílík. Þetta er svo fjarlægt að það liggur við að maður skilji þetta ekki,“ sagði Sigurður. Telur næsta farald verða inflúensu Stórir heimsfaraldrar síðustu rúmu hundrað árin hafa flestir verið inflúensufaraldrar, líkt og spænska veikin. Sigurður sagði að vissulega hefði verið viðbúið að von væri á nýjum heimsfaraldri, og að vísindamenn hefðu þannig búist við kórónuveirufaraldrinum nú. „En ég held að flest okkar hafi búist við öðrum inflúensufaraldri. Svo kemur þessi og kemur svolítið í bakið á okkur, algjörlega óþekkt fyrirbæri.“ Og líkt og sagan segir okkur munu fleiri faraldrar ganga yfir heimsbyggðina í framtíðinni. „Ég held að maður sjá ekki síður fyrir sér aðra faraldra. Það er alveg ljóst að þetta er ekki sá eini sem við munum eiga við. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan svínaflensan kom hérna 2009,“ sagði Sigurður. „Við sjáum fyrir okkur að það komi seinni bylgjur af Covid-19. Þær geta verið svæsnar. Venjulega, í flestum svona faröldrum þá hafa þær ekki verið eins svæsnar eins og aðalbylgjan, en það er alveg ljóst að það verða fleiri svona faraldrar og ég ætla enn að hanga á því að það verður líklega inflúensa. […] Það er alveg gefið að á næstu fimm árum þá kemur einhver nýr, eitthvað sem við getum kallað „alvöru sjúkdóm“.“ Viðtal Bítisins við Sigurð má hlusta á í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Bítið Tengdar fréttir Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að stefna ríkisins í baráttunni við kórónuveiruna geri það betur í stakk búið en ella til að takast á við aðra bylgju faraldursins, 24. apríl 2020 08:35 Segir heiminn þurfa að búa sig undir næsta heimsfaraldur Bill Gates segir að þótt samkomubönnum verði aflétt og stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að rétta úr efnahag, muni fólk ekki fjölmenna á flugvöllum, leikvöngum né annars staðar þar sem margt fólk kemur saman. Enn sé langt í land. 30. apríl 2020 11:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. Siðferðislegar spurningar um mannslíf og efnahag vakni óhjákvæmilega í heimsfaraldri. Þetta kom fram í máli Sigurðar í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun, þar sem hann fór um víðan völl í umræðum um kórónuveiruna, hryllilegar lýsingar lækna af spænsku veikinni á Íslandi á síðustu öld - og næsta heimsfaraldur. Lífið eða krónan? Kórónuveirufaraldurinn sem gengið hefur yfir heimsbyggðina undanfarnar vikur og mánuði hefur haft gríðarleg áhrif. Áhrifin eru auðvitað fyrst og fremst heilsufarsleg, yfir 200 þúsund manns hafa látist úr Covid 19-sjúkdómnum, sem veiran veldur, og yfir þrjár milljónir hafa smitast á heimsvísu, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Og Sigurður vatt sér beint að efninu í Bítinu í gærmorgun og velti upp spurningunni sem nú brennur eflaust á vörum margra, þegar faraldurinn virðist víða í rénun og efnahagsáhrifin farin að segja verulega til sín. „Hvort á að leggja meiri áherslu á heilbrigði fólks, mannslíf, eða efnahaginn? Eða er hægt að sigla einhvern milliveg, eða fara milli skers og báru?“ spurði Sigurður. Það væri nefnilega ekki veiran sjálf sem nú sneri heiminum á hvolf, heldur viðbrögð okkar mannanna við henni. Faraldurinn nú væri auk þess nokkuð sérstakur miðað við þá sem á undan eru gengnir. „Og það er líka alveg rétt, eins og margir hafa bent á að fyrri faraldrar, þeir leiddu ekki til samskonar viðbragða af okkar hálfu. Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að flestir af þessum faröldrum voru inflúensufaraldrar, og sumir af þeim voru líka kórónuveirufaraldrar sem voru reyndar miklu, miklu minni umfangs. En inflúensu þekkjum við, við höfum við henni lyf, við höfum við henni bóluefni en þessi kórónuveira sem við erum að tala um hér núna, sem veldur Covid-19, hún er algjörlega óþekkt, við höfum aldrei séð hana áður. Þetta var nýr sjúkdómur. Við höfðum ekki heyrt þetta orð einu sinni fyrir þremur, fjórum mánuðum, og það stýrir auðvitað að talsverðu leyti viðbrögðunum, það er þessi ótti við hið óþekkta. Og ég held að það megi segja það að það sé heiminum til hróss að viðbrögðin hafi þó verið þessi, að heilbrigði fólks og mannslíf voru látin ráða ferðinni. Auðvitað koma svo upp vangaveltur og auðvitað er ofboðslega auðvelt að vera vitur eftir á, þegar maður fer að velta fyrir sér hvernig þetta mun allt saman enda.“ Virðast hafa „leyft“ sem flestum að sýkjast Þá er ljóst að ríki heims hafa farið misilla út úr faraldrinum. Sigurður taldi það líklega skýrast af viðbrögðum í hverju landi fyrir sig. Þannig virðist ekki hafa tekist nægilega vel að hægja á ferli faraldursins í löndum á borð við Ítalíu og Bandaríkin og álag á heilbrigðiskerfi þar því víða yfirgengilegt. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem eru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa einnig vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir veirunni að ráði. Markmiðið virðist vera að byggja upp svokallað hjarðónæmi í landinu, eða a.m.k. vísi að því, sem Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar segir að geri ríkið betur í stakk búið til að takast á við aðra bylgju faraldursins. En dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð er afar há. Á þriðja þúsund hafa látist í landinu en miklu færri á hinum Norðurlöndunum. Í gær voru 443 látnir í Danmörku, 207 í Noregi og 206 í Finnlandi. Sigurður sagði þetta benda til þess að fórnarkostnaður Svíanna væri hár. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.EPA/Jessica Gow „Ef við tökum dæmi Svíanna sem virðast hafa tekið þann pól í hæðina að leyfa, í einhverjum gæsalöppum, sem flestum að sýkjast, til að byggja upp ónæmi gegn veirunni, til þess að ná þessu margumtalaða hjarðónæmi. […] Og sem ljóslega veldur því þá að seinni bylgjan verður ekki eins alvarleg eins og annars hefði orðið en fórnarkostnaðurinn er greinilega mjög hár,“ sagði Sigurður. „Dánartalan í Svíþjóð er miklu, miklu hærri en hjá öðrum Norðurlöndum, bæði hér og í Finnlandi til dæmis. Þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta, hvað viljum við? Viljum við fórna þessu? Og gleymum því ekki að fólk sem er að deyja úr þessum sjúkdómi, bæði hér, í Svíþjóð og víðar, er að mörgu leyti fólk sem var í fullu fjöri. […] Ungt fólk fær þennan sjúkdóm eins og aðrir þó að yfirleitt fari það miklu betur úr honum. Þannig að þetta er bara spurning um hvað vegur þyngra á vogarskálunum, lífið eða krónan?“ Vonar að hann hefði tekið sömu stefnu og þríeykið Þá benti Sigurður á, líkt og ítrekað hefur komið fram, að vissulega væru ákveðnir hópar viðkvæmari fyrir Covid-sýkingu en aðrir. Áhættuþættir í því sambandi væru til að mynda aldur, lungnasjúkdómar, reykingar, ofþyngd og háþrýstingur. „En það gefur okkur kannski ekki, ef ég má segja það þannig, rétt – líka í gæsalöppum – til þess að ákveða að þetta er fólkið sem við ætlum að leyfa að veikjast mikið, og jafnvel að deyja, til þess að vernda hina. Þetta er reyndar mjög áhugaverð siðferðileg spurning, um hvernig eigi að taka á þessu.“ Svo virðist sem Íslendingar séu almennt sáttir við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum, sem stýrt hefur verið af Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 96 prósent þjóðarinnar sögðust treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum til að takast á við faraldurinn, samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun apríl. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á einum af fyrstu upplýsingafundum vegna veirunnar nú í vor. Áður en byrjað var að framfylgja tveggja metra reglunni.Vísir/Vilhelm Stefna þríeykisins og heilbrigðisyfirvalda virðist enda hafa reynst vel. Heilbrigðiskerfið réð vel við að sinna smituðum og ekki var hikað við að koma á takmörkunum sem vissulega hafa komið illa við efnahaginn. Sigurður var inntur eftir því hvort hann hefði farið eins að í landlæknistíð sinni, árin 1998-2006 og 2007-2008. „Ég vona að mér hefði borið gæfa til þess að gera það. Ég held að ég hefði ekki séð kost þess að láta efnahaginn ráða jafnmiklu, eins og margir vilja vera láta. Bæði er það uppeldið, menntunin, bakgrunnurinn sem segir manni það að heilbrigði og líf eigi að vera í forgangi. Og sem betur fer hefur það verið gert hér,“ sagði Sigurður. „Sker innan úr gollurshúsinu“ að lesa frásagnir af spænsku veikinni Og þá var litið aftur til fortíðar. Spænska veikin, skæður inflúensufaraldur, gekk yfir heimsbyggðina árin 1918-19. Hún er talin hafa borist hingað til lands með skipum frá Kaupmannahöfn og Bandaríkjunum í október 1918. „Munurinn á henni og Covid-19-sjúkdómnum núna er að spænska veikin lagðist fyrst og fremst á yngra fólk og það var það sem dó. Ófrískar konur, yngra fólk og það var raunverulega alveg hreint skelfilegur sjúkdómur. Við hryllum okkur yfir Covid-19 en það er talið að fimmtíu til hundrað milljónir manna í heiminum hafi dáið úr spænsku veikinni,“ sagði Sigurður. Spænska veikin lamaði athafnalíf í Reykjavík og aðbúnaður til að bregðast við faraldrinum var hræðilegur. Engin lyf eða bóluefni voru til og mannekla gríðarleg. „Það liggur við að það skeri innan úr gollurshúsinu á manni að lesa frásagnir kollega, lækna, frá þessum tíma, m.a. Páls Kolka sem margir kannast við, um hvernig ástandið var á þessum tíma. Meira að segja Páll Kolka, sem var læknir þá í Húnaþingi, hann velti fyrir sér: „Hvers vegna í ósköpunum fór ég í þetta starf. Ég er að hugsa um að snúa til baka og tala við landlækni og segja af mér.“ Óhugnaðurinn og skelfingin var slík og þvílík. Þetta er svo fjarlægt að það liggur við að maður skilji þetta ekki,“ sagði Sigurður. Telur næsta farald verða inflúensu Stórir heimsfaraldrar síðustu rúmu hundrað árin hafa flestir verið inflúensufaraldrar, líkt og spænska veikin. Sigurður sagði að vissulega hefði verið viðbúið að von væri á nýjum heimsfaraldri, og að vísindamenn hefðu þannig búist við kórónuveirufaraldrinum nú. „En ég held að flest okkar hafi búist við öðrum inflúensufaraldri. Svo kemur þessi og kemur svolítið í bakið á okkur, algjörlega óþekkt fyrirbæri.“ Og líkt og sagan segir okkur munu fleiri faraldrar ganga yfir heimsbyggðina í framtíðinni. „Ég held að maður sjá ekki síður fyrir sér aðra faraldra. Það er alveg ljóst að þetta er ekki sá eini sem við munum eiga við. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan svínaflensan kom hérna 2009,“ sagði Sigurður. „Við sjáum fyrir okkur að það komi seinni bylgjur af Covid-19. Þær geta verið svæsnar. Venjulega, í flestum svona faröldrum þá hafa þær ekki verið eins svæsnar eins og aðalbylgjan, en það er alveg ljóst að það verða fleiri svona faraldrar og ég ætla enn að hanga á því að það verður líklega inflúensa. […] Það er alveg gefið að á næstu fimm árum þá kemur einhver nýr, eitthvað sem við getum kallað „alvöru sjúkdóm“.“ Viðtal Bítisins við Sigurð má hlusta á í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Bítið Tengdar fréttir Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að stefna ríkisins í baráttunni við kórónuveiruna geri það betur í stakk búið en ella til að takast á við aðra bylgju faraldursins, 24. apríl 2020 08:35 Segir heiminn þurfa að búa sig undir næsta heimsfaraldur Bill Gates segir að þótt samkomubönnum verði aflétt og stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að rétta úr efnahag, muni fólk ekki fjölmenna á flugvöllum, leikvöngum né annars staðar þar sem margt fólk kemur saman. Enn sé langt í land. 30. apríl 2020 11:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10
Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að stefna ríkisins í baráttunni við kórónuveiruna geri það betur í stakk búið en ella til að takast á við aðra bylgju faraldursins, 24. apríl 2020 08:35
Segir heiminn þurfa að búa sig undir næsta heimsfaraldur Bill Gates segir að þótt samkomubönnum verði aflétt og stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að rétta úr efnahag, muni fólk ekki fjölmenna á flugvöllum, leikvöngum né annars staðar þar sem margt fólk kemur saman. Enn sé langt í land. 30. apríl 2020 11:00