Ekki heyrt af stórum brotum á samkomutakmörkunum í gærkvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 12:01 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segist ekki vita til þess að í gærkvöldi hafi verið mikið um brot á samkomutakmörkunum. „Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira