Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:23 Skjáskot úr upptöku úr öryggismyndavél má sjá til hægri. Skjáskot úr myndbandi föður piltsins, sem birt var milli jóla og nýárs, er til vinstri. Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs. Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00