Martin skoraði níu stig og tók eitt frákast er Valencia vann ellefu stiga sigur á Badalona, 91-80, en Valencia er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar.
Þeir eru á mikilli siglingu en þeir hafa unnið sjö leiki í röð.
¡¡GANAMOS EN BADALONA!!
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) January 4, 2021
¡¡Que sean 7 seguidas en #LigaEndesa!!
¡¡Segunda victoria de 2 0 2 1 !!
J11 #LigaEndesa@Penya1930 80
@valenciabasket 91
@caixapopular#EActíVate pic.twitter.com/H7coK84Fml
Haukur Helgi og félagar töpuðu 75-69 gegn spænska risanum í Real Madrid. Haukur Helgi skoraði fimm stig og tók sex fráköst en sigur Real var aldrei í hættu.
Andorra er í ellefta sæti deildarinnar en Real er á toppnum.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.