Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:26 Úrslit kosninganna í Georgíu munu koma til með að skipta miklu máli fyrir Joe Biden. Chip Somodevilla/Getty Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Sjá meira
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01