Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 23:19 Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf. Egill Aðalsteinsson Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið. Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt: Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þegar við vorum á Flateyri fyrr í vetur að mynda nemendur Lýðskólans koma úr sjóferð tókum við eftir því að ungmennin fóru að fiskeldiskví á bryggjunni. Erindið var að tína krækling undan kvínni sem þau ætluðu að elda sér í matinn – þó ekki afurð meðvitaðs kræklingaeldis, en þetta var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Nei, þetta er aukaafurð sem fylgir fiskeldinu,“ segir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og eigandi Fiskeldis ÍS47 ehf., sem elur regnbogasilung í Önundarfirði, um leið og hann hvetur nemendur til að ná sér í meiri krækling. Nemendur Lýðskólans á Flateyri komnir með krækling í fötur.Egill Aðalsteinsson „Eldið eykur lífríkið þannig að kræklingurinn kemur bara. Ásetan kemur og hann bara stækkar mjög grimmt.“ Fiskeldismenn nýta hins vegar ekki kræklinginn sem þannig vex undir kvíunum. „Þú þarf að fara í gegnum tvær-þrjár stofnanir til að mega rækta þetta til manneldis.“ -En krakkarnir mega tína þetta? „Já, já. Þau mega fara í fjörurnar hérna og tína. Þau mega fara á bryggjuna hérna og tína. Það er enginn sem bannar það.“ Kræklingur sem nemendur tíndu af fiskeldiskvínni.Egill Aðalsteinsson Gísli Jón kveðst engar áhyggjur hafa af því hvort varasamt geti verið að borða kræklinginn og rifjar upp þá þumalfingursreglu að óhætt sé að tína krækling í þeim mánuðum sem hafa bókstafinn R í nafninu. „Ég spái aldrei í það. Ég borða þetta bara. Vestfirðirnir eru svo hreinir, sko. Hér er ekkert eitur,“ segir Gísli og hlær. „Kræklingur er vannýtt tegund á Íslandi og það er bara í framtíðinni. Við tökum það næst. Þegar við erum búin að byggja upp fiskeldið þá förum við í kræklinginn.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2012 fjallaði Stöð 2 um tilraun bónda í Gilsfirði til að koma á fót kræklingarækt:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Um land allt Tengdar fréttir Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. 8. maí 2020 22:25