Geta ekki beðið í þrettán daga Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 17:39 Frá þingfundi í nótt. Þingmenn úr báðum flokkum eru sagðir órólegir og vilja losna við Trump úr embætti. Getty/Greg Nash Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent