Borgaryfirvöld í Seúl til óléttra kvenna: Hugaðu að útlitinu og eldaðu mat fyrir karlinn fyrir fæðinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 08:42 Það er að mörgu að huga í Seúl þegar barn er í vændum. Unsplash/rawkkim Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þegar borgaryfirvöld í Seúl gáfu út leiðbeiningar til óléttra kvenna, þar sem þeir var meðal annars ráðlagt að huga að útlitinu og hafa tilbúnar máltíðir og hrein föt fyrir karlinn fyrir fæðingu. Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira