Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 10:25 Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til bæði Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að breyta reglunum þannig að skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna hefjist við fertugt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira