Kaþólska kirkjan byrjar messuhald á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Vísir/Sigurjón Kaþólska kirkjan á Íslandi hyggst hefja messuhald á ný þegar breyttar samkomutakmarkanir taka gildi á morgun. Messum á vegum kirkjunnar var aflýst í byrjun mánaðar eftir að of margir komu þar saman í að minnsta kosti tvígang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu. Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu.
Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50