Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindur með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 19:02 Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að sjúklingur þar greindist með Covid-19. Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en vitað að hann smitaðist á meðan hann lá inni. Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira