Domino’s Körfuboltakvöld kvenna er á dagskránni klukkan 17.00. Eftir að stelpurnar fengu loksins leyfi í gær, að spila á ný, var leikin heil umferð og sú umferð verður gerð upp á Stöð 2 Sport klukkan 17.00.
Klukkan 18.15 er það svo leikur Stjörnunnar og Hattar í Domino’s deild karla en strákarnir hafa beðið í hundrað daga eftir að spila. ÍR og Valur mætast svo á sömu stöð klukkan 20.15 og Domino’s Tilþrifin undir stjórn Kjartans Atla Kjartansson klukkan 22.10. Margra tíma körfuboltaveisla.
Það er fimmtudagur og því er að sjálfsögðu Rauðvín og klakar undir handleiðslu Steinda Jr. á sínum stað. Útsendingin hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 eSport en á miðnætti er það Sony Open á PGA-túrnum á Stöð 2 Golf.