Guðmundur er sá fyrsti sem hefur gengist undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir og er þetta sagt stórt skref í læknavísindum.
Guðmundur var aðeins 26 ára gamall þegar hann missti báða handleggi í kjölfar vinnuslyss. Hann starfaði þá sem rafvirki en hafði orðið fyrir raflosti sem kostaði hann báða handleggi. 23 ár eru liðin frá því að hann missti limina.
Samkvæmt frétt staðarmiðla í Lyon er ástand Guðmundar stöðugt að því er haft er eftir sjúkrahúsinu og er honum nú haldið sofandi á gjörgæslu. Sjúkrahúsið hefur gefið það út að ekki verði greint frá því hvernig aðgerðin gekk fyrr en í ljós kemur hvernig líkaminn bregðist við ágræðslunni. Hún hafi þó tæknilega gengið vel. Meira en fimmtíu læknar og hjúkrunarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni.
Hello everyone. Some of you might have already heard the news : After 7 years of living in France, 5 years on waiting...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, January 14, 2021
Guðmundur hefur verið búsettur í Lyon frá árinu 2013, tveimur árum eftir að hann sendi inn umsókn um ágræðslu. Guðmundur hefur verið á biðlista í fimm ár.
Fáar handaágræðslur hafa verið gerðar, en sú fyrsta var gerð árið 1998 og tíu árum síðar var í fyrsta sinn gerð ágræðsla á báðum handleggjum. Sú ágræðsla var gerð fyrir neðan axlir en Guðmundur er sá fyrsti sem fær ágræðslu á handleggjum fyrir ofan axlir.