Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 07:03 Þessi mynd er tekin þann 19. desember, daginn eftir að gríðarstór aurskriða féll á Seyðisfjörð. Í kjölfarið var allur bærinn rýmdur. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira