Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráhðerra, með grímu í sæti sínu á Alþingi. Vísir/Vilhelm Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira