Erfiðast að sjá fólk hrapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 19:01 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir á að standa á toppnum á K2 áður en mánuðurinn er á enda. Hópurinn býr sig nú undir aftakaveður sem spáð er á morgun og bíður átekta á meðan það gengur yfir. Tveir hafa týnt lífi á fjallinu undanfarna daga. John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12