Flóðið fór á skíðaskálann og á skíðaleiguna sem er í gámi í grenndinni og fór skálinn af grunni sínum og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. Lyfturnar á svæðinu sluppu þó að sögn Egils.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu var sett á Norðurlandi í gær. Fram kom á vef Veðurstofunnar í gærkvöldi að nokkur snjóflóð hefðu fallið í nágrenni Ólafsfjarðar.