Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 08:27 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira