Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að veginum hafi ekki verið lokað en Veðurstofa Íslands sé að meta aðstæður og stöðuna almennt varðandi snjóflóðahættu. Nánari upplýsingar verði veittar þegar málin skýrast frekar.
Eyrarhlíð - milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil, ofan vegarinns um Eyrarhlíð. ...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, January 22, 2021
Þá hvetur lögreglan vegfarendur til þess að fylgjast vel með upplýsingum á vef Vegagerðarinnar um veður og færð á vegum eða þá að hringja í upplýsingasímann 1777.
Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Ströndum, Norður- og Austurlandi vegna norðanhríðar. Þá er óvissustig á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu og hættustig í gildi á Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.