Bráðaofnæmi algengara í tilviki bólusetningar Pfizer en annarra bólusetninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2021 13:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm 137 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Sóttvarnalæknir segir rannsóknir sýna að bráðaofnæmi sé algengara í tilviki bóluenis Pfizer en annarra bólusetninga. Af þeim 137 tilkynningum hafa borist 97 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun af bóluefninu Pfizer en 40 af bóluefninu Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Lyfjastofnunar vegna bólusetningar gegn Covid-19. Aukaverkun ekki það sama og verkun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir gott að bólusetningin veki viðbrögð en þau megi ekki verða of sterk. „Það virðist vera að þetta bóluefni, og það kom líka fram í þessum rannsóknum sem hafa verið gerðar á bóluefninu, að það er að vekja upp dálítið ónæmissvar sem þýðir það að fólk er að fá kannski hita, beinverki, óþægindi og bólgur á stungustað og svo framvegis. Þetta eru í raun og veru ekki aukaverkanir heldur eru þetta verkanir af bóluefninu.“ „Bóluefnið er að gera það sem það á að gera. Það á að ræsa ónæmiskerfið til þess að búa til mótefni og vörn gegn smiti. Við viljum bara að þetta séu ekki of sterk viðbrögð þannig að fólk verði veikt,“ sagði Þórólfur. Nefnir hann sem dæmi bráðaofnæmi. „Það er greinilegt út frá rannsóknum að bráðaofnæmi er algengara eftir t.d. Pfizer bóluefni heldur en bóluefni almennt og ég held að þeir sem eru að bólusetja þurfi bara að vera viðbúnir því og grípa til viðeigandi ráða. Við erum ekki að sjá neinar aðrar aukaverkanir og vonandi verður það ekki.“ „Það er greinilegt að þetta bóluefni er virkt og við viljum að það sé virkt, við viljum að það verndi. Og þá þurfum við líka kannski að sjá einhver svona einkenni þegar við erum bólusett,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Af þeim 137 tilkynningum hafa borist 97 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun af bóluefninu Pfizer en 40 af bóluefninu Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Lyfjastofnunar vegna bólusetningar gegn Covid-19. Aukaverkun ekki það sama og verkun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir gott að bólusetningin veki viðbrögð en þau megi ekki verða of sterk. „Það virðist vera að þetta bóluefni, og það kom líka fram í þessum rannsóknum sem hafa verið gerðar á bóluefninu, að það er að vekja upp dálítið ónæmissvar sem þýðir það að fólk er að fá kannski hita, beinverki, óþægindi og bólgur á stungustað og svo framvegis. Þetta eru í raun og veru ekki aukaverkanir heldur eru þetta verkanir af bóluefninu.“ „Bóluefnið er að gera það sem það á að gera. Það á að ræsa ónæmiskerfið til þess að búa til mótefni og vörn gegn smiti. Við viljum bara að þetta séu ekki of sterk viðbrögð þannig að fólk verði veikt,“ sagði Þórólfur. Nefnir hann sem dæmi bráðaofnæmi. „Það er greinilegt út frá rannsóknum að bráðaofnæmi er algengara eftir t.d. Pfizer bóluefni heldur en bóluefni almennt og ég held að þeir sem eru að bólusetja þurfi bara að vera viðbúnir því og grípa til viðeigandi ráða. Við erum ekki að sjá neinar aðrar aukaverkanir og vonandi verður það ekki.“ „Það er greinilegt að þetta bóluefni er virkt og við viljum að það sé virkt, við viljum að það verndi. Og þá þurfum við líka kannski að sjá einhver svona einkenni þegar við erum bólusett,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira