NBA dagsins: Boston bauð til sóknarveislu gegn Cleveland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 15:01 Jaylen Brown héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Eftir þrjú töp í röð vann Boston Celtics stórsigur á Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira