Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 11:18 Þúsundir Nýsjálendinga sóttu tónleika í Hastings um helgina. Getty/Kerry Marshall Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira